Ljósmyndastofa Ríkisins

by eiduralfredsson

Ég var að reka augun í þessa frétt á DV:
Ljósmyndari vill fyrir Hæstarétt

Arnar Geir Kárason vill taka ljósmyndir af fólki gegn greiðslu. Gott framtak. En bíðið við! Hann er ekki löggiltur ljósmyndari! Hér er hætta á ferðum! Það er ekki hægt að ætlast til að fólk geti sjálft ákveðið hvort það er ánægt með portreitið sem kemur út úr prentaranum. En sem betur fer eru lög í landinu sem forða heimskum almenningi frá því að lenda í klónum á svona glæpamönnum.

En það eru holur í kerfinu. Hver sem er getur opanð búð og fyrirtæki án þess að hafa til þess menntun. Fyrirsætur geta tekið greiðslu fyrir störf sín án þess að hafa útskrifast úr Fyrirsætuskólanum. Ólærðir fúskarar geta fengið borgað fyrir að mála myndir af fólki. Hljóðfæraeigendur geta spilað gigg fyrir pening án þess að hafa prófskírteini frá Tónskóla Sigursveins.

Þetta ber að stöðva! Líf og heilsa borgaranna er í veði!

Advertisements