Afskriftir og ársreikingar

by eiduralfredsson

Í Kastljósinu í gær var fjallað um afskriftir á skuldum tiltekinna sjávarútvegsfyrirtækja. Þar kom fram að erfitt/ómögulegt er að nálgast upplýsingar um þessi fyrirtæki ef þau hafa ekki skilað inn ársreikningi og jafnframt að viðurlög við að skila honum ekki inn væru þannig að það borgaði sig hreinlega ekki að gera það.

Væri ekki eðlilegt að gera það að skilyrði að fyrirtæki skiluðu inn ársreikningi áður en afskrifað er? Einnig mætti sjálfkrafa taka fyrirtæki af fyrirtækjaskrá og í framhaldinu leysa þau upp ef þau skila ekki inn innan tiltekins tíma.

Advertisements