Óglatt í bíó – 5 stjörnur

by eiduralfredsson

Ég fór að sjá Inside Job í gærkvöldi. Mér varð óglatt á að horfa á viðtölin við siðleysingjana.

Hagfræði/hagfræðingar og Obama forseti komu mjög illa út úr myndinni. Hagfræðin leit út eins og ófyndinn brandari (sem hún er að mestu í augnablikinu) og hagfræðisnillingarnir frá stóru amerísku háskólunum voru sérstaklega slepjulegir – Mishkin er augljóslega hálfviti eða skúrkur (eða bæði). Obama ætlar sér greinilega ekki að breytan neinu og hefur nú umkringt sig sömu ráðgjöfunum og settu allt á hausinn fyrir korteri.

Niðurdrepandi.

Eitt ljósið í myrkrinu var Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem Íslendingar hata svo mjög fyrir að hafa dregið þá upp úr drullunni. Strauss-Kahn talaði af viti og Raghuram Rajan virtist hafa bein í nefinu.

Skylduáhorf.

Advertisements