Góðir Íslendingar og aðrir Sjálfstæðismenn

by eiduralfredsson

Á Íslandi situr ónýt ríkisstjórn sem fáir treysta.

Ef allt væri nokkurn veginn eðlilegt, þá myndi hún segja af sér. En það er ekki hægt vegna þess að þá væru “vinstri flokkarnir” að viðurkenna að þeir geti ekki stjórnað. Það má alls ekki, hvort sem það er satt eða ekki.

Ef allt væri nokkurn veginn eðlilegt, þá myndi stjórnarandstaðan bera fram vantraust og fella stjórnina. En það er ekki hægt því að það er ekki nógu langt síðan sauð upp úr spillingarpottinum þeirra Sjalla og Frammara. Ólyktin er ennþá í loftinu. Fólk er ekki alveg búið að gleyma og gæti barasta kosið eitthvað annað. Jafnvel fólk sem er ekki fjórflokksbundið. Það er stórhættulegt og má alls ekki.

Flokkar, flokkar, flokkar, …

Skítt með hvað er best fyrir þjóðina.

Er ekki lýðflokksræðið dásamlegt?

Advertisements