Stórfrétt: Smámál birtist í smámiðli!

by eiduralfredsson

Íslenskir fjölmiðlar eru með puttann á púlsinum í alþjóðamálum, eins og venjulega. DV greinir frá því í dag að stórblaðið Bedford-Katonah Patch hafi valið MEINT FJÁRSVIK HELGU EITT AF FRÉTTAMÁLUM ÁRSINS (númer 4 á listanum).

Önnur stórmál er að finna á listanum, t.d. að styttu af indjána sem vegur rúmlega 50 kg (!!!) var stolið frá vindlabúðinni. Að hugsa sér! Það þarf a.m.k. einn mann til að lyfta slíku hlassi.

Þess má geta að Bedford-Katonah Patch þjónar Bedford og þremur þorpum í kring: Bedford Hills, Bedford Village og Katonah. Á þessu svæði búa hvorki meira né minna en 18.000 manns (sjá hér).

Advertisements