Trú: Undirstaða eða aukaatriði?

by eiduralfredsson

Furðulegt er að heyra sannkristna útskýra mikilvægi trúarinnar. Í umræðu um víðfrægar tillögur mannréttindaráðs Reykjavíkur segja þeir að það sé alveg hreint ægilegt ef hlutverk kirkjunnar fari minnkandi í skólastarfi, því það sé svo mikilvægur þáttur í lífinu. Biskupinn sér fram á andlega hrörnun þjóðarinnar ef færri fá ókeypis testamenti og fyrirbænir frá Gídeonum og ef prestar fá ekki lengur að fara í útköll með björgunarsveitum.

Í sömu andrá hneykslast þeir yfir því að fá ekki sömu meðferð og sambærileg tómstundastarfsemi, eins og fótboltafélög og skákklúbbar.

Svo virðist sem trúin sé bæði undirstaða og aukaatriði í lífinu.

Advertisements