Biblíuþing endurskoði Biblíuna

by eiduralfredsson

Ég skil ekki hvernig nokkur kristinn maður getur sagt að stjórnarskráin sé ekki nógu skýr en jafnframt notað Biblíuna sem siðferðishandbók. Ef ég skil þá kristnu rétt, þá hyrfi siðferðisvitund Íslendinga ef við hefðum ekki Biblíuna. Með sömu rökum má segja að ef boðskapur Biblíunnar væri skýrari og laus við mótsagnir, þá kæmumst við umsvifalaust á hærra siðferðisstig. Væri ekki rétt að trúaðir settust á Biblíuþing og skrifuðu nýja Biblíu á mannamáli?

Kenningarnefnd Þjóðkirkjunnar virðist reyndar reglulega ritskoða tiltekna kafla Biblíunnar. Nú síðast gaf hún út að hómósexúalítet væri allt í fína lagi, þrátt fyrir að hið heilaga orð kveði skýrt á um annað. Ég sendi fyrirspurn til nefndarinnar fyrir löngu um hvar væri hægt að nálgast lista yfir þá kafla sem ekki væru lengur viðeigandi. Árni Svanur Daníelsson, verkefnisstjóri á Biskupsstofu, svaraði með útúrsnúningum og hefur ekki enn svarað ítrekaðri beiðni minni.

Advertisements