PWC (don’t ask, don’t tell)

by eiduralfredsson

Það er aldrei gott fyrir neytendur þegar vörumerki verða mikilvægari en innihald. Dæmi um þetta eru “alþjóðleg” endurskoðunarfyrirtæki eins og PricewaterhouseCoopers. Með dæmigerðum smáborgarahætti hafa Íslendingar talið sér trú um að vörumerkið sé trygging fyrir gæðum og fagmennsku. Í reynd er PWC fullt af íslenskum bókhaldstæknum sem hafa alist upp við íslenskt fúsk. Á meðan debit og kredit jafnast út, þá er allt í góðu lagi. Engu máli skiptir hvað er á bakvið færslurnar. “Já, já, þetta reddast. Komdu með stimpilinn!”

Advertisements