Sagan endurtekur sig

by eiduralfredsson

Fyrir nokkrum árum var Ólafur biskup í sjónvarpsviðtali þar sem hann bar af sér allar ásakanir um pervertisma. Það var lygi. Þótt undirmenn hans og bridgefélagar í stjórnkerfinu hafi vitað um “kvensemi” biskups, tóku þeir opinbera afstöðu með honum og sneru þar með almenningsálitinu gegn fórnarlömbum hans. Nokkuð sem ekki var leiðrétt fyrr en mörgum árum seinna.

Viðtalið við Kross-Gunnar í Kastljósinu á föstudag var merkilega líkt viðtalinu við Ólaf forðum. Hann ber af sér allar sakir, en það verður að teljast afast ólíklegt að um samsæri gegn predikaranum sé að ræða. Nú verður fróðlegt að sjá hvort samfélaginu hefur farið fram. Enn merkilegra verður að fylgjast með því hvernig hið “kristna siðgæði”, sem væntanlega ræður ríkjum innan Krossins, höndlar málið.

Það hlýtur að vera rannsóknarefni hvort þeir sem finna sig knúna til að predika góða siði yfir öðrum, séu líklegri til að hneigjast til pervertisma.

Advertisements