Írar á hausnum. Hlakkar í Hrunlendingum.

by eiduralfredsson

Írland er í peningavandræðum. Nú verður gaman að fylgjast með Íslendingum, sérstaklega hrunverjum og hálfvitunum sem vilja kjósa þá aftur.

Ert þú einn af þeim?

Takið eftir því hvernig Írland verður notað sem dæmi um að íslenska hrunið hafi bara verið afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Hún kom bara fram fyrr á Íslandi. Það þarf engu að breyta. Við gátum ekkert að þessu gert.

Takið líka eftir því hvernig þeir eiga eftir að “gleyma” því að bera saman spillingarstigið á Íslandi og Írlandi. Þeir eiga ekki eftir að minnast á að Bretar hafa lofað að hjálpa Írum – nokkuð sem þeim datt ekki í hug eftir að Hrunmeister Oddsson gaf persónulega skít í Englandsbanka og lengdi þar með skuldafangelsisvist ykkar um nokkur ár.

Advertisements