Skólatrúboð ekki bara á Íslandi

by eiduralfredsson

Það er ekki bara á Íslandi þar sem trúarpostular finna sig knúna til að predika yfir saklausum skólabörnum. Hér í Bretlandi hafa kristinleg samtök sem kalla sig Family Education Trust (FET) búið til bækling sem nefnist What is Love? og dreift honum í alla barnaskóla (þ.e. secondary schools).

Í bæklingnum er börnum/unglingum skýrt frá því að sum ást sé fölsk og ekkert annað en girnd í dulargervi. Sönn ást sé öflugri en sterkustu tilfinningar (sem þýðir þá væntanlega að ást sé ekki tilfinning(ar)). Lesendum er síðan ráðlagt að eina leiðin sé að geyma kynlíf þangað til í hjónaband er komið. Þetta er semsagt klassísk kristin skírlífispredikun sem (eins og venjulega) gleymir að minnast á að allar alvöru rannsóknir sýna að það virkar ekki. Sannleikurinn er ekki kjarninn í boðskapnum, heldur er markmiðið að viðhalda fornum kristnum siðferðisboðskap sem gengur gegn mannlegu eðli í grundvallaratriðum.

Þessu eru gerð góð skil í þessu bloggi.

Þetta er til viðbótar við mjög undarlegt fyrirkomulag hérna þar sem trúarskólum er frjálst að mismuna börnum eftir trúhneigð eða -leysi foreldranna.

Nú er lag fyrir Reykvíkinga að setja gott fordæmi. Burt með trúboðið!

Advertisements