Skattar -> 0

by eiduralfredsson

Pétur Fjárhirðir og Lilja Mósesdóttir rifust í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun (hlusta hér).

Pétur sagði m.a.:

Dæmin sýna út um allt að í kreppu eiga menn að lækka skatta því það örvar viðkomandi skattstofn

Mér finnst þetta alltaf jafn athyglisvert. Sjálfstæðisflokkurinn lækkaði skatta í góðærinu og sagði að það örvaði viðkomandi skattstofna. Sjálfstæðisflokkurinn vill lækka skatta núna til að örva viðkomandi skattstofna. Það þarf engan snilling til að sjá að samkvæmt þessari kenningu þá leiða lægri skattar alltaf til örvunar viðkomandi skattstofna, burtséð frá efnahagsástandi.

Já, núna skil ég! Ef við beitum þessu tæki í hvert sinn sem kreppa eða góðæri skellur á, þá hljótum við að enda með enga skatta. Og fullkomlega örvaða skattstofna. Hagfræði er ekki svo flókin eftir allt saman. Það er ekkert skrýtið að dýralæknar séu bara fínir fjármálaráðherrar.

Advertisements