Við þurfum nýjan Egil

by eiduralfredsson

Það er vitað að því lengur sem menn sitja í sama starfinu, þeim mun líklegra er að þeir verði spilltir og sjálfhverfir. Þetta er helsta vandamál Íslendinga um þessar mundir. Stjórnkerfið og öll stærri fyrirtæki og stofnanir eru full af smákóngum sem leggja sig fram um að viðhalda sjálfum sér.

Þingmenn, skólastjórar, ráðherrar, læknar, háskólaprófessorar, forstjórar, kennarar.

Þetta verður sérstaklega hættulegt þegar valdamiklir einstaklingar sitja lengi. Fjölmiðlar eru stundum nefndir fjórða valdið og því er nauðsynlegt að huga að því að skipta valdamiklum fjölmiðlamönnum út reglulega.

Egill Helgason er nýjasta fórnarlambið. Hann er staðnaður og verður sjálfhverfari með hverju Silfrinu. Fær alltaf sömu mennina til álitsgjafar. Skreytir sig með titlum viðmælenda sinna (“virtur, alþjóðlegur”, “prófessor emeritus”). Meira að segja Huffington Post verður að gæðastimpli hjá honum. Egill er bara venjulegur maður, þannig að þetta er ósköp eðlilegt, en hann gæti orðið hættulegur fljótlega, ef ekkert er að gert.

Advertisements