Veruleikafirring Andra Geirs

by eiduralfredsson

Andri Geir Arinbjarnarson sagðist í Silfrinu í gær vilja fá stórt “teymi” [leiðinlegt orð] erlendra sérfræðinga til að leysa vandamál Íslendinga.

Þetta eru draumórar.

Íslendingar eru sannfærðir um að þeir séu bestir í flestu og að Ísland sé svo sérstakt að útlendingar geti ómögulega hjálpað. Þeir munu frekar drepast en að niðurlægja sig með því að leita sér aðstoðar.

Að þessu leyti eru Íslendingar eins og þessi Geir sem ég lærði um sem barn:

Lati Geir á lækjarbakka
lá þar til hann dó.
Vildi hann ekki vatnið smakka.
Var hann þyrstur þó.

Advertisements