Þetta er þér að kenna!

by eiduralfredsson

Njörður P. Njarðvík hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að það sé merki um siðferðisbrest þjóðarinnar að þeir kjósa sér fulltrúa á Alþingi sem vitað er að eru óhæfir og spilltir. Það er erfitt að vorkenna fólki sem grenjar yfir því vera á hausnum og kennir um útrásarvíkingum og bankamönnum og er á sama tíma til í að kjósa fólk og flokka sem hafa orðið uppvísir að því að markvisst leyfa þessum sömu útrásarvíkingum og bankamönnum að fara sínu fram.

Hvað er til ráða? Margir tala um að það þurfi almenna hugarfarsbreytingu, án þess að útskýra nánar hvernig það á að gerast. Þetta er augljóst mál en hefur enga hagnýta þýðingu. Sú hugarfarsbreyting sem þarf er svo stór að það er ekki nokkur leið að hún verði á nægilega stuttum tíma, hvað þá að hún spretti sjálf upp hjá þjóðinni.

Ef stór hluti Íslendinga getur hugsað sér að kjósa Fjórflokkinn, og sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn, þá er augljóst að hann er hættulegur sjálfum sér. Það þarf, í einhverjum skilningi, að svipta fólk sjálfræði til þess að það kjósi ekki yfir sig spillta flokksfáráðlinga einu sinni enn.

Persónukjör og hámark á setu í þing- og ráðherrastólum eru tvö einföld skref í þá átt.

Advertisements