Ísland: Land Firringarinnar

by eiduralfredsson

Allt frá Hruni hafa margir Íslendingar (búsettir þar) sagt við mig að það hafi nú ekki verið eins slæmt og menn héldu. Bara svona svipað og í Bretlandi. Eða Grikklandi. Menn leita uppi “sannanir”. Um leið og einhvers staðar birtist neikvæð blaðafrétt um önnur lönd, þá stökkva menn fram og æpa: “Sko, þarna sérðu! Atvinnuleysi er á uppleið! Heildarskuldir eru miklar! Landsframleiðsla dregst saman!”

Þetta er sjálfsblekking. Það er kreppa í einhverjum skilningi, en lán hafa ekki margfaldast hér í Bretlandi. Hér er hægt að lýsa sig gjaldþrota og byrja upp á nýtt ef í óefni er komið án þess að vinir og ættingjar fylgi með. Hér er gjaldmiðill sem gengur kaupum og sölum án hafta. Hér er starfhæf stjórnsýsla.

Jafnvel þó satt væri, þá lifir meðalmaðurinn í Bretlandi (og Grikklandi, geri ég ráð fyrir) ekki eins og íslensk meðalmenni. Fallið úr íslenskum loftköstulum er margfalt hærra en annars staðar.

Advertisements