Ég er Jóhanna Sigurðardóttir

by eiduralfredsson

Ef ég hefði verið þingmaður jafn lengi og Jóhanna Sigurðardóttir, væri eins komið fyrir mér og henni. Ég gæti ómögulega talað skýrt. Ég myndi ósjálfrátt bæta nafni flokks míns inn í setningar. Ég myndi forgangsraða flokknum fyrst og kjósendum síðan. Ég myndi ekki skipta um skoðun þó ég hefði rangt fyrir mér. Ég myndi berjast gegn breytingum sem almennum borgurum finnast sjálfsagðar. Ég myndi taka ákvarðanir á bak við luktar dyr.

Þetta er mannskemmandi starf og ekki leggjandi á nokkurn mann í langan tíma. Það ætti að banna fólki að vera í þessu lengur er í 4-8 ár.

Advertisements