Ágætu alþingismenn

by eiduralfredsson

Ágætu alþingismenn,

Mótmælin fyrir utan Alþingishúsið hafa væntanlega ekki farið fram hjá ykkur. Þetta er ekki krafa um að ríkisstjórnin segi af sér. Þetta er ekki krafa um að Sjálfstæðisflokkurinn taki við. Eða Framsóknarflokkurinn. Þetta er heldur ekki krafa um að þið sameinist um að setja saman stjórn allra flokka. Þetta er krafa um að flokkar hætti að stjórna og fólk taki við. Hæft fólk.

Því miður er það orðið ljóst að þið og það kerfi sem þið hafið búið til er ófært um þessar breytingar.

Ég hvet ykkur til að sameinast um að segja allir af ykkur og bjóða ykkur ekki fram aftur. Ekki bara þeir sem hafa setið lengi, heldur allir. Auðvitað er það ekki sanngjarnt fyrir ákveðna einstaklinga, en ég tel að það sé ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir þjóðina og eina leiðin til að byggja upp traust. Jafnframt eigið þið að beina þeim tilmælum til forseta Íslands að setja saman neyðarríkisstjórn utan þings og utan stjórnmálaflokka.

Virðingarfyllst,

Eiður Alfreðsson
Íslendingur

Advertisements