Skylduáhorf: Einar Steingrímsson

by eiduralfredsson

Djöfull var ég ánægður með Einar Steingrímsson, stærðfræðing í Silfri Egils í dag. Fáir hafa hitt naglann jafn vel á höfuðið og hann í umræðunni.

Flestu á Íslandi er stjórnað af vanhæfu og reynslulitlu meðalfólki sem, meðvitað eða ekki, gerir allt til að halda þeim hæfu í burtu. Einar tók mörg góð dæmi um þetta í þættinum. Smæðin gerir það svo að verkum að þeir hæfu eru ekki nægilega margir til að rödd þeirra heyrist.

Advertisements