Ríkissaksóknari talar af skynsemi

by eiduralfredsson

DV hefur að undanförnu fjallað um lögregluskýrslur í nauðgunarmálum og rætt við Valtý Sigurðsson ríkissaksóknara. Valtýr talar um þessi mál af mikilli yfirvegun og skynsemi. Gott að vita að embætti hans er ekki á þeim buxunum að snúa sönnunarbyrði við í sérvöldum málaflokkum.

Það er augljóst mál að það er ekki hægt að dæma menn til refsingar nema sannað sé að brot hafi verið framið. Ásetningur skiptir þar máli einnig.

Advertisements