Lýst eftir framboði

by eiduralfredsson

Megin meinsemdirnar í stjórnmálum á Íslandi eru tvær:
1. Stjórnmálamenn setja hagsmuni stjórnmálaflokka ofar almannahagsmunum
2. Of margir stjórnmálamenn hafa setið of lengi

Þetta má lagfæra að hluta með því að:
1. Banna framboð stjórnmálaflokka og taka upp persónukjör
2. Banna fólki að sitja lengur á þingi eða í ráðherrastól en 1-2 kjörtímabil

Ég lýsi hér með eftir framboði til Alþingis með það eitt að markmiði að fá nægan meirihluta til að gera ofantaldar breytingar. Þetta þarf ekki að taka langan tíma. Kjósa sem fyrst og þegar breytingarnar eru komnar í gegn leggur framboðið sig niður og nýtt fólk getur tekið við.

Advertisements