“The pope is the antichrist”

by eiduralfredsson

Í horninu hérna í vinnunni er stór sjónvarpsskjár sem sýnir Sky News allan daginn. Ég leit upp áðan og og hélt þeir væru að sýna Life of Brian – fullt af skeggjuðum köllum í skrýtnum búningum og með alls kyns höfuðbúnað – en það var bara páfaheimsóknin í beinni.

Fyrir framan þá stóð einhver gaur með skilti: “The pope is the antichrist”.

Bráðfyndið.

Advertisements