Þak á þingsetu

by eiduralfredsson

Eitt stærsta málið sem stendur uppúr rannsóknarskýrslunum er að það er óhollt að hafa sama fólk við völd of lengi. Vald spillir o.s.frv.. Það er líklegt að spillingin hefði verið álíka hefði Steingrímur Joð eða Jóhanna verið við völd jafn lengi og Hrunmeister Oddsson – þetta er bara mannlegt eðli.

Það er samt engin umræða um að takmarka þann tíma sem menn mega sitja á þingi eða í ráðherrastólum. Í mínum huga er þetta einfaldasta og ódýrasta leiðin til að rotverja kerfið.

Advertisements