Hlutfallsleg fátækt

by eiduralfredsson

Pétur Blöndal og Lilja Mósesdóttir rifust í morgunþætti Bylgjunnar í gærmorgun (hlustið hér).

Þau ræddu um eitthvað sem heitir hlutfallsleg fátækt, sem er einhvern veginn þannig að maður getur verið fátækur þó maður borði úti á hverjum degi, eigi 2 bíla og fimmtíu tommu flatská og fari í tvær sólarlandaferðir á ári. Bara ef meðaltalið er meira.

Lilja vill meina að menn eigi að reikna lágmarksframfærslu eftir þessari aðferð.

Pétur bendir á að ef öll laun í landinu hækkuðu jafnt, þá væru jafnmargir fátækir samkvæmt þessari aðferð. Einnig að ef allir væru með hundrað þúsund kall á mánuðu, þá væri enginn fátækur.

Ég er sjaldan sammála Pétri Blöndal en er það þó núna. Þetta er brengluð hugmynd og í klikkuðu samfélagi eins og Íslandi getur þetta aldrei gengið upp. Meðal Íslendingur býr eins og milljónamæringur (£) hér í Bretlandi. Það eru mannréttindi að eiga í sig og á og njóta eðlilegrar grunnþjónustu en gjaldþrota þjóð getur ekki borgað undir ónauðsynlegt bruðl.

Advertisements