Eru Sjallarnir hræddir?

by eiduralfredsson

Nú er maskínan farin í gang.

Villi Egils var að væla í síðdegisþætti Bylgjunnar yfir því að klíkubræður hans yrðu hugsanlega dregnir fyrir Landsdóm. Vill meina að þjóðin geri sjálfa sig gjaldþrota með því.

Þetta eru sömu rök og Kalli biskup notaði til að reyna að hylma yfir með Ólafi forvera sínum. Hugsaðu um börnin þín! Er ekki móðir þín sjúk? Viðbjóður.

Það má búast við að svona kjaftæðisáróður aukist á næstunni. Ég hugsa að flestir séu tilbúnir að þola ýmislegt til að sjá þetta hyski fyrir dómi.

Hrunklíkan er siðferðislega gjaldþrota. Þjóðin verður það líka ef Davíð og félagar svara ekki til saka.

Advertisements