Svartasta Ísland

by eiduralfredsson

Hér áður var oft talað um “svörtustu Afríku” sem dæmi um eitthvað gamaldags og frumstætt. Eins og Andri Geir Arinbjarnarson bendir á hér, þá er Ísland kominn í þann góða hóp og vísar þar í þetta skjal frá World Economic Forum.

Annars eru svona pappírar svo gallaðir að þeir eru nánast gagnslausir. Líkt og þegar hagstofan kemst að því að matvælaverð á Íslandi sé nú ekkert svo mikið hærra á Íslandi en annars staðar, þá passa niðurstöðurnar hér ekki vel við þann raunveruleika sem maður þekkir.

Sem dæmi er á blaðsíðu 368:

Diversion of public funds. In your country, how common is diversion of public funds to companies, individuals, or groups due to corruption? [1 = very common; 7 = never
occurs] | 2009–10 weighted average

Niðurstaðan: 5.5 og Ísland er í 19. sæti.

19. sæti! Ísland, eitt spilltasta land í veröldinni (sjá rannsóknarskýrslu), er nálægt toppnum yfir óspilltustu löndin.

Annað dæmi (blaðsíða 370):

Irregular payments and bribes. This indicator represents the average score across the five components of the following Executive Opinion Survey question: In your country, how common is it for firms to make undocumented extra payments or bribes connected with (a) imports and exports; (b) public utilities; (c) annual tax payments; (d) awarding of public contracts and licenses; (e) obtaining favorable judicial decisions. The answer to each question ranges from 1 (very common) to 7 (never occurs). | 2009–10 weighted average

Niðurstaðan: 6.4 og Ísland er í 6. sæti.

Í mafíusamfélaginu sjálfu eru nánast engar líkur á því að mönnum sé mútað.

Fjölmörg önnur dæmi eru í plagginu:

 • Public trust of politicians
 • Favoritism in decisions of government officials
 • Transparency of government policymaking
 • Ethical behavior of firms
 • Quality of roads (Ísland er fyrir ofan Bretland þar. Ég get vottað um að það er rangt)
 • Quality of primary education
 • Quality of the educational system
 • Quality of math and science education
 • Quality of management schools
 • Effectiveness of anti-monopoly policy
 • Buyer sophistication
 • Brain drain
 • Quality of scientific research institutions

Allt í öfugu hlutfalli við raunveruleikann.

Hver er tilgangurinn með þessari útgáfu? Þetta er í besta falli heimild um það hvernig mismunandi þjóðir hafa mismunandi mælikvarða. Tekur þetta einhver alvarlega? Er þetta virkilega notað við ákvarðanatöku? Þá er ekki von á góðu.

Advertisements