Sálusorgun

by eiduralfredsson

DV upplýsir hér um aðkomu núverandi Grafarvogskirkjuprests að Ólafsmáli. “Fyrsta, önnur og þriðja regla okkar presta í sálusorgun er að hlusta”, segir sérann, og vill meina að hann hafi í þessu tilviki ekki getað gert neitt annað.

Vera má að það sé stundum nauðsynlegt að ræða um erfið mál við þriðja aðila til að “létta af sér byrði”, án þess að nokkuð annað eigi sér stað í framhaldinu. Ef þetta er eini tilgangur sálusorgunarinnar, þá verður kirkjan að tala skýrt út um það, bæði opinberlega og við viðkomandi einstaklinga. Þá geta þeir sem vilja að eitthvað meira gerist, eins og ætti að hafa verið augljóst í Ólafsmáli, leitað eitthvað annað en til kirkjunnar.

Það er hins vegar frekar sorglegt ef möguleikar kirkjunnar til aðstoðar ná ekki lengra.

Advertisements