Fimmtán álnir

by eiduralfredsson

Ég hélt að syndaflóðið hefði verið meiri háttar náttúruhamfarir. Svo byrjaði ég að lesa Gamla Testamentið:

Og vötnin mögnuðust ákaflega á jörðinni, svo að öll hin háu fjöll, sem eru undir öllum himninum, fóru í kaf. Fimmtán álna hátt óx vatnið, svo að fjöllin fóru í kaf. Þá dó allt hold, sem hreyfðist á jörðinni, bæði fuglar, fénaður, villidýr og allir ormar, sem skriðu á jörðinni, og allir menn.

Fimmtán álnir? Ef mér skjátlast ekki er 1 alin = 1 framhandleggur = 50cm (u.þ.b.) (þetta passar við sumar enskar biblíuþýðingar, sem tala um “cubits” (sjá hér)). Fimmtán álnir eru þá u.þ.b. 750cm (7,5m). Till samanburðar er djúpa laugin í Sundhöll Reykjavíkur 4m djúp, ef ég man rétt.

Það eru nú ekki mikil fjöll sem fara í kaf við þetta. Hvar var þetta nákvæmlega?

Advertisements