Baktjaldamakk fyrir opnum tjöldum

by eiduralfredsson

Jóhanna: Jæja Grímsi minn, hvernig getum við nú best tryggt að landinu sé vel stjórnað?
Steingrímur: Nú, við verðum að sameina ráðuneyti og hafa fagmenn sem ráðherra. Ekki einhverja flokksdindla.
Jóhanna: Já, mikið er ég sammála. Mér er líka alveg sama hversu marga stóla við fáum, svo lengi sem okkur takist vel til.
Steingrímur: Já, mér líka, Jóa mín. Fólkið kemur fyrst og síðan flokkurinn. Ekki dettur mér í hug að hafa Nonna Bjarna áfram. Hann er líka alveg sammála.
Jóhanna: Össi Skarp hefur líka boðist til að hætta. Þetta eru engir framagosar, heldur alvöru menn sem setja þjóðina í fyrsta sæti.
Steingrímur: Og við ætlum náttúrulega ekki að sitja áfram, er það nokkuð?
Jóhanna: Nei, almáttugur! Flokksgleraugun eru gróin föst við nefíð á mér.
Steingrímur: Hahahahaha.
Jóhanna: Við megum heldur ekki gleyma að gera þetta allt fyrir opnum tjöldum. Það er svo mikilvægt að fólk geti treyst okkur.
Steingrímur: Satt segirðu. Við verðum að sanna fyrir fólki að ákvarðanir okkar séu byggðar á traustum rökum en ekki einhverju baktjaldamakki.
Jóhanna: Já, mér hefur alltaf fundist svoleiðis svo ógeðslegt.
Steingrímur: Við tökum ekki þátt í svoleiðis.
Jóhanna: Nei. Meira kaffi?

Advertisements