Líndal lagatæknir og stjórnarskráin

by eiduralfredsson

Yfirlagatæknir Íslendinga, Sigurður Líndal, var í viðtali á Sprengisandi um helgina (hlustið hér og hér). Hans skoðun er sú að ekki eigi að henda stjórnarskránni og smíða nýja, heldur bæta þá gömlu, smátt og smátt. Margir eru grautfúlir út af þessu, en ég held að hann hafi nokkuð til síns máls.

Stjórnarskráin ekki meginvandamálið, heldur vanþroskað íslenskt samfélag, knúið áfram af minnimáttarkennd og smáborgaraskap. Betri stjórnarskrá breytir engu þar um.

Krafan um nýja stjórnarskrá er enn eitt dæmið um áráttu Íslendinga til að finna skyndilausnir á vandamálum. “Eyðum nokkrum vikum í að redda stjórnarskránni og svo þurfum við ekkert að hugsa um hana næstu áratugina.”

Það er margt sem má laga í stjórnarskránni en það er örugglega skynsamlegra að gera þetta í smærri skömmtum. Breyta stjórnarskránni smám saman þannig að verkefnið verði viðráðanlegt. Þá er hægt að einbeita sér að einu máli í einu og gera það almennilega. Til þess þarf að sjálfsögðu að halda stjórnlagaþing reglulega eða finna þessari vinnu eitthvert annað form, en er það ekki bara í góðu lagi? Það mætti t.d. setja inn ákvæði í stjórnarskrána um þetta.

Joel Spolsky skrifaði grein fyrir 10 árum síðan sem er vel þekkt í hugbúnaðarbransanum. Greinin nefnist Things You Should Never Do, Part I og fjallar um þau mistök sem mörg hugbúnaðarfyrirtæki hafa gert með því að smíða hugbúnaðarkerfi frá grunni í stað þess að endurbæta þau sem fyrir eru.

Þetta er eflaust ekki mjög spennandi lesning fyrir aðra en tölvunerði, en þar eru samt snjöll ráð og athugasemdir sem gilda á mörgum öðrum sviðum.

It’s harder to read code than to write it.

[…]

Before Borland’s new spreadsheet for Windows shipped, Philippe Kahn, the colorful founder of Borland, was quoted a lot in the press bragging about how Quattro Pro would be much better than Microsoft Excel, because it was written from scratch. All new source code! As if source code rusted.

The idea that new code is better than old is patently absurd. Old code has been used. It has been tested. Lots of bugs have been found, and they’ve been fixed. There’s nothing wrong with it. It doesn’t acquire bugs just by sitting around on your hard drive. Au contraire, baby! Is software supposed to be like an old Dodge Dart, that rusts just sitting in the garage? Is software like a teddy bear that’s kind of gross if it’s not made out of all new material?

[…]

When you throw away code and start from scratch, you are throwing away all that knowledge. All those collected bug fixes. Years of programming work.

[…]

You are wasting an outlandish amount of money writing code that already exists.

[…]

It’s important to remember that when you start from scratch there is absolutely no reason to believe that you are going to do a better job than you did the first time. First of all, you probably don’t even have the same programming team that worked on version one, so you don’t actually have “more experience”. You’re just going to make most of the old mistakes again, and introduce some new problems that weren’t in the original version.

Breyting á stjórnarskránni flókið verkefni sem getur haft fjölmargar aukaverkanir. Það þarf að hugsa um aðrar laga- og reglugerðabreytingar, dómafordæmi o.s.frv. Svo þarf að endurmennta lögfræðinga, lögreglu, dómara, embættismenn og alla þá sem þurfa að vera meðvitaðir um nýjar reglur. Að lokum þurfum við að bíða eftir að álitamál komi upp þar sem reynir á hina nýju stjórnarskrá og þá getur nú ýmislegt óvænt gerst.

Advertisements