Stjórnarskrá sáttmálans: Boðorðin tíu sex

by eiduralfredsson

Hér eru boðorðin úr annarri bók Móse (skv. Snerpubiblíu). Ég er búinn að strika yfir þau sem ekki var farið eftir í Ólafsmáli. Eftir stendur fátt annað en hatursfullar hótanir guðs um að vitja misgjörða feðranna á börnum þeirra og viðlíka viðbjóður.

Það er gott að vita hver forgangsröðun klerkanna er.

  1. Guð talaði öll þessi orð og sagði: “Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.
  2. Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín.
  3. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma, því að Drottinn mun ekki láta þeim óhegnt, sem leggur nafn hans við hégóma.
  4. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú erfiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum. Þá skalt þú ekkert verk vinna og ekki sonur þinn eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt þín eða skepnur þínar, eða nokkur útlendingur, sem hjá þér er innan borgarhliða þinna, því að á sex dögum gjörði Drottinn himin og jörð, hafið og allt sem í þeim er, og hvíldist sjöunda daginn. Fyrir því blessaði Drottinn hvíldardaginn og helgaði hann.
  5. Heiðra föður þinn og móður þína, svo að þú verðir langlífur í því landi, sem Drottinn Guð þinn gefur þér.
  6. Þú skalt ekki morð fremja. [hér í merkingunni sálarmorð]
  7. Þú skalt ekki drýgja hór.
  8. Þú skalt ekki stela.
  9. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
  10. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna, né nokkuð það, sem náungi þinn á.
Advertisements