Kristindómur sjera Waage

by eiduralfredsson

Ég hef hægt og rólega komist á þá skoðun að svokallaðir prinsippmenn séu hættulegir. Þrátt fyrir það get ég ekki annað en dáðst að þeim sem berjast fyrir sannfæringu sinnu, sama hversu vitlaus hún er.

Einn þessara manna er sjera Geir Waage.

Á meðan aðrir prestar hafa gefist upp á kristinni kenningu og hlaupa á eftir hómósexúalíteti og öðrum tískubólum, þá stendur sjera Waage keikur. Og með réttu. Hann er að gera nákvæmlega það sem ætlast er til af kirkjunnar þjónum. Hann fer eftir Bókinni. Kirkjan er ofar öllu öðru. Hann er hið rétta andlit kirkjunnar. Þeir sem eru tilbúnir að endurtúlka heilaga ritningu í hvert sinn sem tíðarandinn breytist eru ekki kristnir menn, heldur eitthvað allt annað. Prestar eiga að vera prinsippmenn.

Það sýndi sig líka í Ólafsmáli að á meðan flestir prestar fuku í hugleysi sínu eins og lauf undan andardrætti Ólafs biskups og höfðu mestar áhyggjur af ásýnd og orðspori kirkjunnar, þá hafði sjera Waage bein í nefinu.

Sjera Waage er sannur.

Advertisements