Áfram EESland

by eiduralfredsson

Ég er almennt mjög efins um að leyfa erlenda fjárfestingu í þeim eldi sem brennur undir Íslandi eða öðrum íslenskum náttúruauðlindum. Hingað til hefur enginn utanaðkomandi viljað taka á sig nægilega stóran hluta áhættunnar af slíkum verkefnum til að það sé augljóslega réttlætanlegt.

Hins vegar má alveg athuga málið ef menn semja ekki af sér. Það gengur ekki að gefa raforkuna eða semja um aðgang til hundrað ára og taka að auki á sig skellinn ef illa fer.

Ég hef hingað til haldið að orðið erlent merkti það sem ekki væri íslenskt. En nú er komin ný og betri skilgreining. Erlent er allt það sem ekki er EESlenskt [borið fram íslenskt]. Meira að segja Ögmundur J. er bara hress með að Svíar fái að kaupa auðlindir en alls ekki Kanadamenn. Eru kanadískir kaupsýslumenn óheiðarlegri en sænskir? Nei, en Kanadamenn eru ekki EESlendingar eins og Svíar.

Advertisements