Jamie Dimon: Hvernig á (ekki) að axla ábyrgð

by eiduralfredsson

Jamie Dimon er forstjóri (CEO) JPMorgan Chase. Ég rakst á útskriftarræðu sem hann hélt við Syracuse háskólann í Bandaríkjunum.

Titillinn er What does it mean to hold someone accountable? Þetta ætti að vera áhugavert, sérstaklega ef maður hefur í huga hver ræðumaðurinn er. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum. Bara almennt þvaður um að standa fast á sínu og ekki láta múgæsingu leiða sig út af bjargbrúninni. Mörg fögur orð um mikilvægi þess að taka ábyrgð og draga aðra til ábyrgðar en maður er engu nær um hvað það raunverulega þýðir.

Ræðuna má lesa hér.

Advertisements