Hver er skilgreiningin á nærbuxum?

by eiduralfredsson

Nú hefur tekið gildi breyting á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Breytingin er á fjórðu grein laganna:

Á veitingastöðum er hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru. Leyfisveitandi getur þó heimilað í rekstrarleyfi samkvæmt lögum þessum að fram fari nektardans í atvinnuskyni á veitingastað, að fengnum jákvæðum umsögnum umsagnaraðila skv. 10. gr. Á slíkum stöðum er sýnendum óheimilt að fara um á meðal áhorfenda og jafnframt eru hvers konar einkasýningar bannaðar.

Þetta er mikilvægt mál. Nú þarf að fylgja þessu eftir og hafa lögregluvörð á skemmtistöðum. Passa að pilsin séu ekki of stutt og dansinn ekki of eggjandi.

Advertisements