Akademísk möppudýr

by eiduralfredsson

DV greinir frá því að Listaháskólinn hafi ráðið Stefán Jónsson sem prófessor og að þetta fari í taugarnar á ríkisprófessorum.

Ég veit ekkert um Stefán eða hæfni hans en það er fráleitt að útiloka fólk vegna formsatriða. Langskólagenginn maður er ekki endilega menntaður. Og öfugt.

Hinn akademíski heimur er á rangri leið í þessu efni. Það er orðið að íþróttagrein að birta greinar í “virtum” tímaritum. Fyrir marga er helsta takmarkið að setja nafn sitt á sem flesta pappíra, þótt þeir hafi lítið eða ekkert komið nálægt verkinu. Það er ekki hægt að ráða menn í vinnu á þeim forsendum einum.

Advertisements