Rafbyssurökleysa

by eiduralfredsson

Ekki vildi ég vera lögga á Íslandi og það má vel vera að rafbyssur séu heppileg vopn í baráttunni við fyllibyttur og bófa en rökin þurfa samt sem áður að vera traust. Í Reykjavík Síðdegis í gær var fjallað um rafbyssur.

Síðdegis-Þorgeir:

[…] það hefur verið tíundað í fréttum að undanförnu að ofbeldi gagnvart lögreglunni og lögreglumönnum fer vaxandi hér og á síðasta ári hlutu 38 lögreglumenn varanlegan skaða vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir við skyldustörf en árinu á undan voru þeir 29 og það er því [leturbreyting mín] komið að vissum vegamótum í öryggismálum lögreglumanna […]

Þessar tölur eru nú svo lágar að þær segja okkur ekki neitt. Þetta eru hugsanlega bara eðlilegar sveiflur. Það eru algeng mistök að nota svona tölur til að réttlæta opinberar aðgerðir og síðar til að “sanna” að þær hafi virkað.

Hraðamyndavélar eru gott dæmi. Segjum að 2 dauðaslys hafi að meðaltali orðið á ári á tilteknum gatnamótum. Eitt árið verða 5 dauðaslys á þessum gatnamótum og yfirvöld “bregðast við” með því að setja upp hraðamyndavél. Árið eftir er talan aftur 2 dauðaslys og þá segja spekingarnir: “Þarna sjáiði. Hraðamyndavélar virka.”

Þarna þykjast menn sjá orsakasamhengi þar sem ekkert er. Lesið nánar um þetta fyrirbæri hér:
Regression fallacy

Síðar í þættinum var rætt um málið á alvarlegri nótum en það er óþarfi að menga umræðuna með bulli.

Advertisements