Engin glerbrot í spíttinu

by eiduralfredsson

Mér og hljómsveitarfélögum mínum var einu sinni meinað um aðgang að gleðskap í heimahúsi á Siglufirði af mjög ölvuðum manni með brennivín í annarri og sígarettu í hinni. “Við viljum enga dópista hér”, drafaði í honum um leið og hann streittist við að halda líkamanum uppréttum og ÁTVR dópinu í glasinu.

Eins og margir landsmenn þá var þessi maður eflaust sannfærður um skaðsemi ólöglegra vímuefna. Það er einnig líklegt að hann hafi heyrt að þau séu almennt menguð alls kyns óþverra (rottueitri, sementi, glerbrotum o.s.frv.). Svona ofsahræðsluáróður er mjög algengur í þessari umræðu.

Nú er loksins komin faglega unnin skýrsla sem fjallar um þetta. Hún er gefin út af Liverpool John Moores University og nefnist CUT (A Guide to Adulterants, Bulking agents and other Contaminants found in illicit drugs). Hana má sækja hér.

Til að gera langa sögu stutta, þá er hér brot úr niðurstöðunum:

This document has reviewed the evidence for the presence of adulterants in illicit drugs, namely heroin, cocaine and crack cocaine, amphetamine and methamphetamine, ecstasy, cannabis, GHB, ketamine and LSD. The evidence suggests that illicit drugs are more commonly adulterated with benign substances (such as sugars), substances that will enhance or mimic the effects of the illicit drug (such as quinine in heroin) or substances that will facilitate the administration of illicit drugs (such as caffeine in heroin and cocaine which facilitates smoking). This assessment of the available evidence supports research undertaken in this area (Coomber, 1997a, 1997b, 1997c, 1997d, 1997e, 1999, 2006) that reports of the routine adulteration of illicit drugs with ‘dangerous’ substances are a myth [leturbreyting mín].

Advertisements