Varúð! Varúðarregla!

by eiduralfredsson

Margir eru þeirrar skoðunar að varúðarreglan (precautionary principle) sé gáfuleg leið til að minnka hugsanlegan skaða af vímuefnanotkun. Stjórnmálamenn eru mjög hrifnir af þessu enda lifa þeir flestir í þeirri sjálfsblekkingu að kosning til þings geri þá sjálfkrafa færa um að hafa vit fyrir öðru fólki og að sönnunargögn séu þeim óviðkomandi.

David Nutt var rekinn sem vímuefnaráðgjafi stjórnvalda hér í Bretlandi fyrir að dirfast að mæla fyrir því að nota vísindalegar aðferðir til að meta skaðsemi vímuefna og setja lög og reglur í samræmi við það (en ekki öfugt, eins og núna).

Hann hefur eftirfarandi að segja um varúðarregluna:
8 harms of the precautionary principle

Advertisements