Trúleysi er betra en samkynhneigð

by eiduralfredsson

Ég kvæntist einu sinni í kirkju. Ég hefði kosið að gera það annars staðar en það þarf tvo til og hinn helmingurinn réði þessu. Ég vildi ekki lenda í þeim hópi trúarhræsnara sem stærstur (en minnkandi) hluti Íslendinga tilheyra með því að lofa að gera eitthvað “með Guðs hjálp”. Presturinn útskýrði að hjónavígslan væri ekki trúarjátning og fannst ekkert mál að breyta spurningunni. Það var semsagt ekkert mál að gefa saman í konu og karl þar sem annað eða bæði voru trúlaus. Ég á ekki von á því að aðrir prestar hefðu neitað mér um þetta, enda varla einsdæmi.

Annað er uppi á teningnum þegar kemur að samkynheigðum, eins og fjölmargir prestar Þjóðkirkjunnar hafa staðfest.

Ég dreg þá ályktun að í augum Þjóðkirkjunnar sé trúleysi ásættanlegra en samkynhneigð.

Advertisements