Galdralækningar: Handbók fyrir sjúklinga

by eiduralfredsson

Hómopatía (Homeopathy): Að gefa sjúklingum lyf sem innihalda engin virk efni.
Grasalækningar (Herbal medicine): Að gefa sjúklingum óþekktan skammt af illa skilgreindu lyfi með óþekkta virkni og óþekkt hættumörk.
Nálastungur (Acupuncture): Fremur leikræn lyfleysa (placebo) með enga raunverulega virkni í flestum, ef ekki öllum, tilfellum.
Hnykklækningar (Chiropractic): Fundnar upp af sölumönnum á 19. öld og byggjast á bulllögmálum. Þær hafa engin áhrif umfram aðrar meðhöndlunarmeðferðir (manipulative therapies) en eru hættulegri.
Svæðanudd (Reflexology): Venjulegt fótanudd með viðbættri þvælu um tengingu milli fóta og skjaldkirtils, sem ekki á stoð í raunveruleikanum.
Næringarmeðferð (Nutritional therapy): Sjálfskipaðir “næringarþerapistar” fara með ósannar fullyrðingar um næringu til þess að selja fólki ónauðsynleg bætiefni.
Andalækningar (Spiritual healing): Te og samúð að viðbættum handaveifingum.
Reiki (Reiki): Sjá andalækningar.
Ristilskolun (Colonic irrigation): Endaþarmsárátta sem getur ekki losað sjúklinga við eiturefni sem þeir eru hvort sem er ekki með.
Mannspekilækningar (Anthroposophical medicine): Aðdáendum rugludallsins Rudolf Steiner finnst ekkert vera ótrúlegt.
Óhefðbundin greining (Alternative diagnosis): Vöðva- og hreyfifræði (kinesiology), lithimnugreining (iridology), vega próf (vega test) o.s.frv. Ýmsar tegundir blekkinga sem eru ætlaðar til að selja fólki meðul sem virka ekki á vandamál sem ekki eru til staðar hvort sem er.
Allir “óhefðbundnir” læknar og “þerapistar” sem segjast geta læknað AIDS og malaríu: Hugsanlega samsekir um morð.
Ærumeiðingar (Libel): Mjög dýr lækning og hana mega þeir einir nota sem hafa engar sannanir. Mjög heillandi fyrir óhefðbundna vegna þess að sannleikurinn er málinu óviðkomandi.

(Þetta er þýtt og staðfært úr grein eftir einn af mínum uppáhalds bloggurum, David Colquhoun.)