Dýrt dóp

by eiduralfredsson

DV og Morgunblaðið greina frá íslenskri ritgerð sem kemst að þeirri niðurstöðu að gjaldeyrishöft og gengi Krónunnar hafi meiri áhrif á verð vímuefna en aðgerðir lögreglu.

Ég hef ekki lesið þennan pappír (enda getur hvorugt blaðið heimilda) og hef allan fyrirvara á að eitthvert orsakasamhengi megi finna út úr tölunum, en þetta er áhugavert engu að síður.

Nú þarf að spara og það blasir við að lögreglan á að hætta að eltast við vímuefnaneytendur og einbeita sér að raunverulegum sakamálum. Ég hef ekki fylgst nógu mikið með sparnaðartillögum stjórnvalda en vonandi hafa þau áttað sig á þessu. (Reyndar eru litlar líkur á því. Baráttan gegn vímuefnum er vanhugsuð hugsjónabarátta og stjórnmálamenn eru hrifnir af slíku.)

Advertisements