1 mannslíf = 37.899 kr.

by eiduralfredsson

Eins og DV greinir frá þá hefur Ómar Ragnarsson réttilega áhyggjur af öryggismálum.

[…] nú er komin upp sú staða að það verður ekki spurning um hvort, heldur hvenær mannslífi eða mannslífum verður fórnað í sparnaðarskyni.

Þetta er bara bull. Þessi staða er ekkert “nú komin upp”. Samfélagið gerir þetta á hverjum degi og hefur alltaf gert.

Af hverju eru ekki 20 björgunarþyrlur á Íslandi?
Af hverju er hringvegurinn ekki tvær akreinar í báðar áttir með vegriði á milli?
Af hverju borgar ríkið ekki fyrir öll lyf og læknismeðferðir óháð kostnaði?

Allt þetta myndi án efa bjarga mannslífum en er einfaldlega of dýrt. Allar ákvarðanir um meðferð opinbers fjár leggja óbeint mat á verð mannslífa. Það er ekkert nýtt í því.

Advertisements