Agnarsæði grípur um sig í Bretlandi

by eiduralfredsson

Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég var ekki heima á laugardaginn og gleymdi farsímanum heima en þegar ég kom heim um kvöldið þá var símsvarinn fullur. Vinir, kunningjar og alls kyns fólk sem ég þekki varla höfðu lesið inn skilaboð. Margir voru greinilega í mikilli geðshræringu og sumir höfðu hringt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

“Eidur, do you know Agnar?”
“You have to call me back! It’s regarding Agnar. Call me as soon as you get this. Promise!”
“Do you have Agnar’s number?”

Þetta var mér ofviða svo ég hringdi ekki í neinn og fór snemma í háttinn. Í gærmorgun vaknaði ég svo um kl. 6 við háreysti fyrir utan.

“Agnar! Agnar! Agnar!”

Fyrir utan íbúðina voru a.m.k. 200 manns. Ég hringdi í þá Íslendinga sem ég þekki hérna og þeir höfðu sömu sögu að segja. Ég frétti að lögregluvörður væri fyrir utan hús þeirra sem búa á jarðhæð.

Í vinnunni í dag var ekki friður fyrir samstarfsfólki sem vildi óska mér til hamingju. Fjölmiðlar eru fullir af Agnarsfréttum. Ég þekki marga sem slepptu því að horfa á fótboltann til að missa ekki af neinu Agnars-tengdu. Ég hef það fyrir satt að þetta hafi ekki verið svona síðan Ísland lenti í öðru sæti í Söngvakeppninni hér um árið.

Nánar í Sorppressunni hér.

Advertisements