Farsímar og heilaæxli

by eiduralfredsson

Á Pressunni í gær er skýrt frá því að farsímanotendur séu fimm sinnum líklegri að fá heilaæxli en aðrir. Í 121 orði (fyrir utan fyrirsögn) tekst Pressumönnum að klúðra nánast öllu.

Látum vera að fyrirsögnin er dæmigerð sorpblaðamennska og hræðsluáróður. Hér er restin:

Fólk sem talar í farsíma er allt að fimm sinnum líklegra til þess að fá heilaæxli en þeir sem nota landlínu. Þetta kemur fram í rannsókn Morgan-hópsins í Bandaríkjunum sem fór meðal annars yfir aðrar rannsóknir um sama mál og samræmdi mælingarnar.

Hér er nánast ekkert rétt. Það er enginn Morgan-hópur, heldur heitir höfundurinn L. Lloyd Morgan. Hann fór ekki “meðal annars yfir aðrar rannsóknir og samræmdi mælingarnar”, heldur er þetta hans greining á (einni) tiltekinni rannsókn sem Alþjóða Heilbrigðisstofnunin stóð fyrir og nefnist Interphone. Niðurstöður Interphone má lesa hér en þær eru í stuttu máli:

Conclusion
This is the largest study of the risk of brain tumours in relation to mobile phone use conducted to date and it included substantial numbers of subjects who had used mobile phones for >= 10 years. Overall, no increase in risk of either glioma or meningioma was observed in association with use of mobile phones. There were suggestions of an increased risk of glioma, and much less so meningioma, at the highest exposure levels, for ipsilateral exposures and, for glioma, for tumours in the temporal lobe. However, biases and errors limit the strength of the conclusions we can draw from these analyses and prevent a causal interpretation.

Aftur í Pressuna:

Það er sláandi að miklu mun meiri líkur eru á heilaæxli í þeim hluta heilans sem síminn liggur að.

Þetta er ekkert sláandi, heldur eðlileg afleiðing þess að meint hætta er í réttu hlutfalli við nálægð við símann.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt mismikinn mun á áhrifum farsímanotkunar á heilaæxli, en allar hafa þær þó bent til þess að farsímanotkun hafi áhrif.

Þetta er einfaldlega rangt. Ef þetta væri rétt, þá væri búið að banna eða takmarka farsímanotkun nú þegar. Hvaða heimildir eru á bakvið þetta?

Landsþekkt var þegar Óskar Jónasson og Eva María ákváðu að tala í síma gegnum hlustunarpípur. Hvort það verði að tískubylgju skal ósagt látið.

Kjaftæði sem kemur málinu ekkert við.

Íslendingar eru hins vegar mikil farsímaþjóð og getur þetta haft töluverð áhrif á heilsufar landans.

Mig bráðvantar íslenskt orðatiltæki eins og “No shit, Sherlock!”. Það á vel við hér.

Í þessari “frétt” eru engar tilvitnanir, þannig að það er ómögulegt að vita hvaða heimildir voru notaðar. Líklega er þetta lapið upp eftir einhverjum öðrum sorpmiðli (kannski þessari frétt í Daily Mail?). Enginn höfundur er heldur nefndur, þannig að við vitum ekki hvaða fáfræðingur skrifaði þetta.

Matt Parker útskýrir þetta ágætlega í Times á þriðjudaginn:
Multiplying by five makes things up to five times bigger

Advertisements