Sá svarti

by eiduralfredsson

Ég rakst á þátt Ingva Hrafns á ÍNN um daginn og ég hélt mig væri að dreyma. Ég vissi ekki að þetta væri til á Íslandi.

Í þættinum voru Guðlaugur Þór og einhverjir fleiri sjálfstæðismenn með flokksgleraugun kyrfilega límd á andlitið og ræddu um Flokkinn eins og hann væri súrefnið sjálft, skortur á hverjum væri ávísun á vísan dauða.

Sannfæringin var óhugnanleg. Mér leið eins og flugu á vegg á Ku Klux Klan fundi:

That’s a good thing; that’s a damn good thing. We can use that to keep the niggers in their place.

Það er bráðnauðsynlegt að leyfa öfgamönnum að láta heyra í sér, en það skuggalega er að viðmælendur Hrafnsins voru m.a. kjörnir fulltrúar almennings og þeir virtust ekki sjá neitt athugavert við að taka þátt í þessu.

Advertisements