Fótbolti og bjór

by eiduralfredsson

Fótbolti er næstum því jafn leiðinlegt sjónvarpsefni og golf. Undantekningin eru leikir þar sem mikið er í húfi eða þegar undirmálslið hafa betur gegn sigurstranglegum. Bjór hjálpar líka til.

Ég get alveg sætt mig við að stórkeppnir eins og HM taki töluvert pláss í sjónvarpinu, en er ekki hægt að hlífa okkur við viðtölunum sem fylgja með? Maður er aldrei neinu nær.
“Já, þetta hafðist bara á liðsheildinni”
“Jú, við erum svekktir yfir að tapa en nú er bara að byggja upp fyrir næsta leik”

Viðtöl vð leikskólabörn eru miklu áhugaverðari.
“Er gaman í skólanum?”
“Já”
“Hvað er skemmtilegast?”
“Að leika”

Leyfum fótboltamönnum bara að gera það sem þeir gera best … að spila fótbolta.

Advertisements