Fjórflokksgleraugun nýkomin!

by eiduralfredsson

Nú gefst almenningi loksins færi á að prófa hin sívinsælu flokksgleraugu.

xD gleraugu

Flokksgleraugu - Sýnishorn

Leiðbeiningar:

  1. Opnið þetta skjal (inniheldur gleraugu fyrir allan fjórflokkinn)
  2. Prentið út á litprentara
  3. Klippið út gleraugun
  4. Límið gleraugun saman

Athugið! Klippið ekki gat á gleraugun! Það skemmir fyrir flokksblindunni.

Möguleikarnir eru óteljandi! Berið saman mismunandi flokka. Reynið gleraugu frá öðrum flokkum en ykkar eigin.

Til að auka enn á áhrifin er snjallt að kaupa eyrnatappa og nota með gleraugunum. Það minnkar verulega líkurnar á að heyra sjónarmið annarra.

Aðvörun! Langvarandi notkun getur valdið heilaskemmdum!

Advertisements