Móðgun við konur

by eiduralfredsson

Fréttir herma að “vinstri konur” (hvað sem það nú þýðir) standi í vegi fyrir persónukjöri nema tryggt sé að ákveðinn fjöldi kvenna nái kjöri.

Ég skil þessar áhyggjur vel í flokkakerfinu þar sem gamlir skápar ráða ríkjum, en er ekki tilgangurinn með persónukjöri að gera öllum kleift að bjóða sig fram og standa jafnfætis öðrum frambjóðendum?

Má vera að þetta snúist alls ekkert um kynjajafnrétti, heldur sjálftökurétt ofurkvenréttindakerlinga að eiga fulltrúa á Alþingi? Eru þær kannski hræddar um að kjósendur sjái í gegnum offorsið og vilji ekki hafa þær með? Ef þær eru sannir fulltrúar kvenna, þá hljóta þær að ná kjöri. Konur eru jú helmingur kjósenda.

Davíð hitti naglann á höfuðið hér.

Advertisements