Upp og niður

by eiduralfredsson

Ólafur Þór Gunnarsson ritar blogg um að það sé ekki hagur kjósenda að áhugi þeirra á kosningum sé talaður niður.

Þetta eru andlýðræðisleg ummæli.

Þau koma ævinlega frá rökþrota mönnum og oft frá þeim sem hafa vondan málstað að verja.

Fyrir Hrun var bannað að tala niður efnahaginn en það var í lagi að ljúga að hann stæði traustum fótum. Traustum efnahag verður ekki hrundið með því að tala hann nidur. Eins er með stjórnmálin. Ef þau eru verðug trausts, þá skiptir engu máli hvort talað er upp eða niður.

Í stað þess að væla yfir því hvað fólki finnst ættu menn að taka betur til hendinni og hreinsa almennilega til. Það er nóg eftir i stjórnmálaflórnum. Moksturinn heldur áfram. Verst að haughúsið er að fyllast.

Advertisements